Færslur: 2007 Október

19.10.2007 10:08

Síðasti sundtíminn

Hæ hæ

Um daginn var síðasti tíminn okkar í ungbarnasundi og þá fengum við lánaða vatnshelda myndavél hjá honum Snorra sundkennara. Við tókum fullt af myndum, bæði í kafi og ekki, af því að tæknin er orðin svo sniðug í dag þá fengum við myndirnar úr framköllun og svo geisladisk með svo við gætum nú sett þær inn á síðuna. Endilega kíkið á þær og ekki hika við að spyrja okkur um passwordið á albúminu ef þið eruð ekki með það

09.10.2007 16:46

Byrjaður hjá dagmömmu!!!

Hæ hæ

Jæja þá erum við búin að skella inn nokkrum nýjum myndum og einu myndbandi. Endilega kíkið á þetta

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hér í Klapparhlíðinni. Alexander Óli stækkar með hverjum deginum og það er svo gaman að fylgjast með honum. Hann er farinn að setja hendurnar upp í loft þegar maður spyr hann hvað hann er stór og ég er alveg viss um að hann fari að skríða bráðlega. Við byrjuðum í aðlögun hjá Sigrúnu dagmömmu í gær og Alexander finnst sko ekkert smá gaman. Við vorum svo ótrúlega heppin að það losnaði allt í einu pláss hjá dagmömmunni sem hann Frosti er hjá svo nú fá þeir frændurnir að vera saman á daginn sem okkur foreldrunum finnst auðvita alveg æðislegt. Frosti var auðvita svolítið hissa að sjá okkur hjá dagmömmunni hans en ég held að þetta venjist fljótt og ég er viss um að Frosti verður sko farinn að passa vel upp á litla frænda sinn hann Adiddi eins og hann kallar hann Alexander er mjög hissa á öllu dótinu og látunum í krökkunum en honum finnst þetta allt saman rosalega spennandi og ég held að hann eigi sko eftir að una sér vel þarna. Á morgun er fyrsti dagurinn sem ég á að skilja hann eftir, það er að vísu bara í 30 mín-klukkutíma en ég verð að viðurkenna að ég er smá stressuð, held að þetta eigi eftir að vera aðeins erfiðara fyrir mig heldur en hann þar sem hann tók ekkert eftir því að ég var með honum í dag!! hehe
 
En jæja nóg af fréttum í bili...ætla að reyna að skella inn öðru myndbandi sem fyrst


Tilbúinn í slaginn ef það fer að rigna :)

01.10.2007 16:17

Myndbönd

Hæ hæ

Var að setja inn tvö video af alexander, endilega kíkið, þau eru hérna til hliðar undir myndböndum
  • 1

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

10 ár

5 mánuði

9 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 92857
Samtals gestir: 36289
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 06:04:37